Tenglar

30. desember 2012 |

Leifur í snjóblæstri - afleitt gsm-samband í Djúpadal

Snjóblásarinn á traktor Leifs á hlaðinu í Djúpadal.
Snjóblásarinn á traktor Leifs á hlaðinu í Djúpadal.

„Við erum með rafstöð hérna og létum hana ganga alveg þangað til rafmagnið kom aftur eftir hádegið í dag,“ sagði Guðrún Samúelsdóttir í Djúpadal í samtali við vefinn í kvöld. Veiturafmagn hafði þá verið úti í Gufudalssveit frá því um klukkan sex í gærmorgun. Það kom að vísu í stutta stund skömmu síðar en fór svo alveg.

 

Að sögn Guðrúnar hefur Leifur maður hennar haft í nógu að snúast í dag með snjóblásarann. Hann var kallaður út fyrir hádegið og verður sennilega að langt fram eftir kvöldi.

 

„Leifur byrjaði á því að fara með blásarann upp á Hjallaháls og Ódrjúgsháls til að hreinsa það sem Erlingur réð ekki við að ryðja nógu vel á bílnum þó að hann hafi alveg opnað leiðina í morgun. Eftir það fór hann suður á Svínadal og hefur verið að blása þar síðan, fyrst og fremst til þess að halda opnu fyrir viðgerðaflokkana sem eru að vinna við raflínurnar.“

 

Að sögn Guðrúnar var gsm-sambandið í Djúpadal úti í morgun. „Ég veit ekki hvenær það fór en það kom aftur um leið og rafmagnið. Annars er gsm-sambandið hér ekki gott, við getum talað í símann ef við erum alveg úti í glugga og hreyfum okkur ekki. Þannig samband getur tæplega talist viðunandi.“

 

Útvarp var opið í Djúpadal allan tímann og datt aldrei út. Því má skjóta hér inn, að á Reykhólum hafa allar FM-sendingar legið niðri frá því einhvern tímann síðdegis í dag. Umsjónarmaður vefjarins veit ekki hve víðtækt það er.

 

Mesti snjóruðningsvetur síðan fyrir Gilsfjarðarbrú (rætt við Erling Jónsson á Reykhólum)

Leifur í Djúpadal: Óþarfi að ljúga upp á Ódrjúgsháls

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30