Tenglar

11. febrúar 2011 |

Leiktímarnir á Reykhólum í gang á ný

Leiktímarnir í íþróttahúsinu á Reykhólum í umsjá Eyva og Ólafíu í Hólakaupum eru að fara af stað á nýjan leik. Þeir verða framvegis á sunnudagsmorgnum kl. 11-12 og verður sá fyrsti núna á sunnudaginn. Margir þekkja þessa leiktíma frá því að þeir voru í íþróttahúsinu í haust og vetur. Um er að ræða leikjanámskeið þar sem börn á öllum aldri, nánast frá fæðingu til tíræðs, koma saman og fara í alls konar leiki. Allir eru velkomnir. „Sjáumst öll hress aftur“, segja Eyvi og Ólafía.

 

Athugasemdir

Júlía Guðjónsdóttir, fstudagur 11 febrar kl: 12:53

Frábært, hlakka til að koma aftur með strákinn. Mér finnst þetta frábært framtak hjá ykkur.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31