Tenglar

21. ágúst 2015 |

Leitað verði lausna í húsnæðismálum

„Sveitarstjórn samþykkir að hefja vinnu við að finna skynsamlegar lausnir í húsnæðimálum sveitarfélagsins og felur skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd að vinna að undirbúningi málsins.“ Þessi bókun var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í gær, í framhaldi af eftirfarandi bókun umræddrar nefndar á mánudag:

 

Nefndin fór yfir húsnæðismál í sveitarfélaginu, nokkuð er um laus störf hjá sveitarfélaginu og hamlar húsnæðisskortur að starfsfólk flytjist á svæðið. Rætt var um það hvaða möguleikar væru í stöðunni, klára efri hæðina á Barmahlíð, byggja á óbyggðri lóð á Reykjabraut, eða parhús við Hólatröð. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að taka málið upp.

 

Undanfarið eftir að þessi frétt birtist hér á vefnum í síðustu viku hefur í ýmsum miðlum verið fjallað um erfiðleika við að fá fólk til starfa á Reykhólum vegna húsnæðisskorts, (sjá t.d. hér á bb.is og hér á dv.is).

 

Fundargerðir sveitarstjórnar Reykhólahrepps og undirnefnda hennar er að finna í reitnum Fundargerðir hér allra neðst á síðunni.

 

Athugasemdir

Dalli, fstudagur 21 gst kl: 18:37

Við erum fá og lítið um hátekjufólk. Flest okkar hafa kostað sitt húsnæði sjálf og eigum nóg með að útvega starfsmönnum hreppsins húsnæði, þeim sem ekki eiga það sjálfir.
Það eru Þörungaverksmiðjan og Norður saltverksmiðjan sem mest hafa kvartað undan húsnæðisskorti. Akur hefur viljað byggja hér leiguíbúðir, gegn tryggingu á 10 ára leigusamningi.
Frá mínum sjónarhóli er eðlilegra að fyrirtækin semji innbyrðis en ekki sé tekin áhætta með okkar fáu skattkrónur. Reynslan hefur sýnt, hér og annars staðar, að húsnæðisskorturinn er ofmetinn.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31