19. ágúst 2014 | vefstjori@reykholar.is
Leitadagar og réttadagar ákveðnir
Fyrsti fundur fjallskilanefndar Reykhólahrepps á nýju kjörtímabili var haldinn í dag. Formaður var kjörinn Einar Hafliðason í Fremri-Gufudal og varaformaður Hafliði Ólafsson í Garpsdal. Á fundinum voru meðal annars ákveðnir leitadagar og réttadagar í hreppnum.
Fundargerð nefndarinnar má lesa hér og í reitnum Fundargerðir neðst vinstra megin á síðunni.