Tenglar

29. júní 2022 | Sveinn Ragnarsson

Leitardagar haustið 2022

Ný dreifbýlisnefnd hélt sinn fyrsta fund þann 20. júní sl. Undir hana heyra m.a. fjallskil, sem hingað til hafa verið í umsjá fjallskilanefndar. 

Nefndin gerði tillögu að leitardögum haustið 2022 sem er birt hér til þess að bændur hafi tóm til að koma tímanlega á framfæri ábendingum og athugasemdum.

 

Dreifbýlisnefnd leggur til að leitardagar í Reykhólahreppi verði eftirfarandi:

 

Svæði 1-7;  Kleifar, Brekkuá að Króksfjarðarnesi, Króksfjarðarnes, frá Bakkadal að

Naðurdalsá og Borgarland verði leitað 17. september.


Svæði 8;  Frá Naðurdalsá að Hjallaá verði leitað 10. september.


Svæði 9;  Reykjanes verði leitað 9. september.


Svæði 10;  Frá Hjallaá út Hallsteinsnes að Djúpadal verði leitað 11. september.


Svæði 11 - 14;  Frá Djúpadal að Skálanesi verði leitað 10. september.


Svæði 15 - 16;  Kálfadalur, Eyri, Klettur, Seljaland og Fjarðarhorn verði leitað                                                                 3. september.


Svæði 17;  Þorskafjarðarheiði og norðan Reiphólsfjalla verði leitað frá og með                                                                 2. - 4. sept. og eftir því sem veður leyfir.


Svæði 18;  Múlasveit verði leituð 27. ágúst - 28. ágúst.


Seinni leit allra svæða verði helgina 30.sept. - 2. okt.

 


 


 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31