Tenglar

13. febrúar 2015 |

Lengi skal manninn reyna ...

Eyvindur Magnússon í leikþætti um viðskipti í Reykhólaþorpi.
Eyvindur Magnússon í leikþætti um viðskipti í Reykhólaþorpi.
1 af 3

Annállinn sem fluttur var á þorrablótinu á Reykhólum 2015 er kominn hér á vefinn ásamt ívafi. Höfundur og flytjandi annálsins var Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli en ívafið er annars vegar leikþáttur eftir Svanborgu Guðbjörnsdóttur (Lóu á Kambi) og hins vegar gamanvísur um gömlu sveitarstjórnina og þá nýju. Braginn um þá gömlu orti Sveinn Ragnarsson en Einar Hafliðason í Fremri-Gufudal orti um þá nýju. Einar og Þráinn Hjálmarsson á Hríshóli sungu bragina.

 

Þorrablótsnefndina að þessu sinni skipuðu Karl Kristjánsson og Svanborg Guðbjörnsdóttir á Kambi, Þráinn Hjálmarsson á Hríshóli, Einar Hafliðason í Fremri-Gufudal og Reykhólabúarnir Herdís Erna Matthíasdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Ólafur Einir Smárason og Eyvindur Svanur Magnússon.

 

Myndirnar frá undirbúningi og æfingum sem hér fylgja tók Sveinn á Svarfhóli. Margar fleiri fylgja annálnum, sem finna má bæði hér og undir Gamanmál í valmyndinni vinstra megin.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30