Lengi skal manninn reyna ...
Annállinn sem fluttur var á þorrablótinu á Reykhólum 2015 er kominn hér á vefinn ásamt ívafi. Höfundur og flytjandi annálsins var Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli en ívafið er annars vegar leikþáttur eftir Svanborgu Guðbjörnsdóttur (Lóu á Kambi) og hins vegar gamanvísur um gömlu sveitarstjórnina og þá nýju. Braginn um þá gömlu orti Sveinn Ragnarsson en Einar Hafliðason í Fremri-Gufudal orti um þá nýju. Einar og Þráinn Hjálmarsson á Hríshóli sungu bragina.
Þorrablótsnefndina að þessu sinni skipuðu Karl Kristjánsson og Svanborg Guðbjörnsdóttir á Kambi, Þráinn Hjálmarsson á Hríshóli, Einar Hafliðason í Fremri-Gufudal og Reykhólabúarnir Herdís Erna Matthíasdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Ólafur Einir Smárason og Eyvindur Svanur Magnússon.
Myndirnar frá undirbúningi og æfingum sem hér fylgja tók Sveinn á Svarfhóli. Margar fleiri fylgja annálnum, sem finna má bæði hér og undir Gamanmál í valmyndinni vinstra megin.