Tenglar

6. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Lengi verið hörgull á ungu fólki til starfa og stjórnunar

Frá Skáleyjum á Breiðafirði.
Frá Skáleyjum á Breiðafirði.

„Það hefur lengi verið vandamál að fá fólk til starfa fyrir félagið,“ segir Snæbjörn Kristjánsson, formaður Breiðfirðingafélagsins, í nýjasta fréttabréfi þess. Til staðfestingar tilfærir hann eftirfarandi úr fréttabréfinu í febrúar fyrir þrettán árum: Það er mikið í húfi fyrir sérhvert félag að til forystu sé valin sterk og framsækin stjórn, sem hefur vakandi auga fyrir vilja hins almenna félaga ... Það sem að mínu mati háir félaginu mest er skortur á yngra fólki til starfa og stjórnunar. Hér á ég við fólk á aldrinum 25 til 50 ára.

 

Síðan segir Snæbjörn: „Ég óska eftir því að þeir sem gagnrýndu núverandi stjórn harðlega á síðasta aðalfundi fyrir að laða ekki unga fólkið að félaginu, að aðstoða kjörnefnd við að finna fólk til að gefa kost á sér í stjórn. Það er til umhugsunar að fyrir síðasta aðalfund náðist ekki að uppfylla lágmarkskröfur um fjölda þeirra sem gáfu kost á sér á kjörlistann.“

 

Aðalfundur Breiðfirðingafélagsins að þessu sinni verður haldinn 20. febrúar. Snæbjörn hvetur félagsmenn til að hafa samband við félaga í kjörnefnd, hafi þeir áhuga eða vita um einhvern sem hefur áhuga á að gefa kost á sér í stjórn félagsins. Kjörnefndina skipa Benedikt Egilsson, Bjarnheiður Magnúsdóttir og Guðmundur Theódórs.

 

Breiðfirðingafélagið

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31