Tenglar

25. febrúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

Lengi von á 6

Kindurnar 6 nýkomar í hús.  mynd Svandís Reynisdóttir
Kindurnar 6 nýkomar í hús. mynd Svandís Reynisdóttir
1 af 2

Þegar bæjum fækkar í byggð og fólki í sveitunum verða smalamennskur erfiðari. Leitarsvæðin hafa líka stækkað vegna þess að varnargirðingar eru víðast aflagðar hér um slóðir.


Þó að bændur séu vikum saman að leita á haustin, þá er alltaf eitthvað af fé sem illa gengur að finna. Það eru gjarnan kallaðar óþekkar kindur. Núna í byrjun mánaðarins fóru þeir tengdafeðgar Sigmundur Magnússon og Guðmundur Sigvaldason í flugferð til að svipast um eftir fé í dölunum Djúpmegin við Kollafjarðarheiðina.


 Er skemmst að segja að þeir komu auga á 6 kindur í svonefndri Lambatungu, sem er milli Mjóadals og Geitadals, sem gengur inn af Laugabólsdal. Nokkrum dögum síðar fór Brynjólfur Smárason á vélsleða yfir Kollafjarðarheiði og náði að reka féð yfir í Fjarðarhornsdal, þar sem það var svo sótt daginn eftir.


Þetta reyndust vera 2 tvílembur frá Fremri Gufudal, og voru kindurnar í góðu ásigkomulagi.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31