Tenglar

26. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Lestrarhestar: Mæðgur þrjár frá Mýrartungu ...

Ásdís Margrét, Ólína Kristín, Aðalheiður og Unnur Helga. Fréttablaðið / Pjetur.
Ásdís Margrét, Ólína Kristín, Aðalheiður og Unnur Helga. Fréttablaðið / Pjetur.
1 af 2

Lið sem bar heitið Láki og félagar sigraði í opnum flokki í landsleiknum Allir lesa, sem lauk á Degi íslenskrar tungu. Sex konur og einn karl skipuðu liðið, þar af þrjár mæðgur frá Mýrartungu í Reykhólasveit, þær Aðalheiður Hallgrímsdóttir og Ólína Kristín og Unnur Helga Jónsdætur (Snæbjörnssonar frá Stað). Með þeim á þessari mynd, sem birtist í Fréttablaðinu, er Ásdís Margrét Magnúsdóttir. Á Facebook-síðu sinni segir Ólína Kristín: „Verst að Fréttablaðið setti ekki inn þá sem vantaði í hópinn. Það vantar Magga Hafliða, Sigrúnu og Lilju Margréti, þau voru öll utan þjónustusvæðis ...“

 

Leikurinn fór fram á lestrarvefnum allirlesa.is, en hann mun vera sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Hópar af öllum stærðum og gerðum tóku þátt í keppninni. Á þeim fjórum vikum sem hún stóð skráðu 4.236 manns í 326 liðum lestur upp á um 70.000 klukkustundir alls.

 

Úrslit í einstökum flokkum má sjá á mynd nr. 2.

 

Sjá nánar hér

 

Athugasemdir

Ólína Kristín, mivikudagur 26 nvember kl: 16:22

Þess má geta að Maggi Hafliða sem ég taldi upp að vantaði á myndina er Jóhann Magnús Hafliðason frá Hafrafelli og Sigrún er konan hans.
Ásdís Margrét er tengdamamma mín og má þannig tengja hana við sveitina :) (tengdapabbi hennar er frá Patreksfirði þannig að hún er tengd í báðar Barðastrandarsýslurnar).
Ég held ég geti ekki tengt Lilju Margréti við Reykhólahreppinn, hún er úr Vatnsdalnum og það er kannski það næstbesta :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30