Tenglar

23. febrúar 2017 | Umsjón

Lestrarhestar í Strandabyggð og Dalabyggð

Landsleiknum Allir lesa er lokið þetta árið. Það sveitarfélag sem reyndist búa yfir kraftmestu lesendunum er Strandabyggð, en þar lásu þátttakendur að meðaltali í 53,4 klukkutíma á þeim rúma mánuði sem leikurinn stóð. Fast eftir komu Fjallabyggð og Dalabyggð og í heild var landsbyggðin töluvert öflugri en höfuðborgarsvæðið. Að þessu sinni kom Reykhólahreppur nokkuð langt á eftir.

 

Þegar litið er vinnustaða var lesturinn á hvern starfsmann mestur í Stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Þess má geta að í þriðja sæti varð Bókasafnið á Ísafirði, en á slíkum vinnustað ættu að vera hæg heimatökin. Menntamálastofnun varð hins vegar næstneðst, hvernig sem á því stendur.

 

Mikið lesið í Reykhólahreppi eins og áður (25. febrúar 2016)

 

Lestrarhestar: Mæðgur þrjár frá Mýrartungu (26. nóvember 2014)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31