Tenglar

3. ágúst 2016 |

Lét sér annt um alla sem nærri henni voru

Örn Snævar og Margrét.
Örn Snævar og Margrét.

Hjónin Margrét Guðlaugsdóttir og Örn Snævar Sveinsson skipstjóri fluttust núna um mánaðamótin suður í Hveragerði eftir fjórtán ára búsetu og störf á Reykhólum. „Margrét hefur unnið hér í Barmahlíð í fjölda ára og á skilið lof fyrir sitt flotta starf,“ segir Helga Garðarsdóttir hjúkrunarforstjóri. „Hún var alltaf tilbúin að aðstoða við alls kyns saumaskap á fatnaði heimilismanna, þó það væri ekki beint í hennar verkahring. Hún var duglegur starfsmaður sem lét sér annt um alla sem nærri henni voru. Við starfsfólkið hér í Barmahlíð viljum kveðja hana og óskum henni alls hins besta í því sem hún tekur sér fyrir hendur,“ segir Helga.

 

Af árunum fjórtán á Reykhólum var Örn Snævar fyrstu sjö árin stýrimaður en þau seinni sjö skipstjóri á skipum Þörungaverksmiðjunnar, Karlsey og síðan Gretti. Í fyrstu vann Margrét á leikskólanum á Reykhólum en síðan á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð og jafnvel á báðum stöðum jafnhliða.

 

Athugasemdir

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, mivikudagur 03 gst kl: 18:16

Gangi ykkur vel :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30