Tenglar

29. apríl 2016 |

Léttar veitingar í tilefni sextugsafmælis

Jón Þór Kjartansson í sumarblíðu einhvers staðar suður í Evrópu.
Jón Þór Kjartansson í sumarblíðu einhvers staðar suður í Evrópu.
1 af 12

Jón Þór Kjartansson á Reykhólum varð sextugur á mánudag, 25. apríl. Í tilefni afmælisins verður hann með opið hús í borðsal Reykhólaskóla milli kl. 20 og 24 annað kvöld, laugardag. Þar verða á borðum léttar veitingar að hætti Ingu og vonast hann til að sjá sem flesta vini og kunningja við þetta tækifæri.

 

Jón rak um árabil ásamt Ingibjörgu eiginkonu sinni verslunina á Reykhólum, sem þá bar heitið Jónsbúð, en áður höfðu þau rekið verslunina í Skriðulandi í Saurbæ í mörg ár. Núna síðustu átta árin hefur Jón starfað hjá Áhaldahúsi Reykhólahrepps.

 

Þau hjónin hafa gert víðreist á liðnum árum. Vegna afmælisins fékk umsjónarmaður þessa vefjar að skoða sig um í myndasafni Jóns og fylgja hér myndir teknar í ýmsum löndum bæði austanhafs og vestan. Á fyrstu myndinni nýtur Jón léttra veitinga á sumardegi í friðsælum smábæ úti í löndum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31