Tenglar

27. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is

Léttmessa á lokadaginn

Reykhólakirkja og húsið á Hólnum. Ljósm. Árni Geirsson.
Reykhólakirkja og húsið á Hólnum. Ljósm. Árni Geirsson.

Veðrið hefur leikið við gesti Reykhóladaganna 2014 þvert ofan í fremur leiðinlegar spár í aðdraganda þeirra. Þegar hestar voru teymdir undir börnum fyrir hádegi að morgni annars dags (föstudags) rigndi rétt á meðan í logninu eins og hellt væri úr fötu en það þótti ýmsum bara alveg ljómandi. Síðan hefur verið þurrt, glaðasólskin með köflum, einkum frá hádegi á föstudag, og milt hæglætisveður þannig að naumast hefur andað. Núna á fjórða degi Reykhóladaga (sunnudegi, lokadegi) er dagskráin einföld og létt:

 

Vatnaboltafjör í Grettislaug (gengið léttilega á vatni) og síðan léttmessa í Reykhólakirkju hjá sr. Elínu kl. 14 með tónlistarflutningi og almennum safnaðarsöng. Léttar veitingar að lokinni messu.

 

Nánar hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30