27. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is
Léttmessa á lokadaginn
Veðrið hefur leikið við gesti Reykhóladaganna 2014 þvert ofan í fremur leiðinlegar spár í aðdraganda þeirra. Þegar hestar voru teymdir undir börnum fyrir hádegi að morgni annars dags (föstudags) rigndi rétt á meðan í logninu eins og hellt væri úr fötu en það þótti ýmsum bara alveg ljómandi. Síðan hefur verið þurrt, glaðasólskin með köflum, einkum frá hádegi á föstudag, og milt hæglætisveður þannig að naumast hefur andað. Núna á fjórða degi Reykhóladaga (sunnudegi, lokadegi) er dagskráin einföld og létt:
Vatnaboltafjör í Grettislaug (gengið léttilega á vatni) og síðan léttmessa í Reykhólakirkju hjá sr. Elínu kl. 14 með tónlistarflutningi og almennum safnaðarsöng. Léttar veitingar að lokinni messu.
► Nánar hér.