Tenglar

21. apríl 2017 | Sveinn Ragnarsson

Leyfum fuglunum að hafa næði um varptímann

Í Reykhólahreppi er afskaplega fjölbreytt fuglalíf, enda kjöraðstæður víða, við tjarnir, í flóum, töngum og eyjum og hólmum svo eitthvað sé nefnt.

 Það eru vinsamleg tilmæli að almenningur sýni aðgát og tillitssemi um varptímann, -maí og júní- og sé ekki á ferð um varplönd að nauðsynjalausu og alls ekki með hunda, eða að fljúga drónum yfir eða í grennd við varpsvæði, þó freistandi sé að ná myndum með þeim þá geta þeir valdið miklu ónæði.

 

Þetta á við í Reykhólahreppi öllum, frá Gilsfirði að Kjálkafirði og tilheyrandi Breiðafjarðareyjum, sérstaklega í Flatey, og við vötnin og tangana neðan þorpsins á Reykhólum.

 

Úr lögum um náttúruvernd 2013 nr. 60 10. apríl,  http://www.althingi.is/lagas/1 46a/2013060.html

 

                                                       17. gr. 4. mgr.: 

 „Sérstök aðgát skal höfð í nánd við búsmala, selalátur, varplönd fugla, veiðisvæði og veiðistaði. Forðast skal að eyða eða spilla gróðri með mosa-, lyng- eða hrísrifi eða á annan hátt“.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31