30. apríl 2016 |
Leyndardómar á lokahátíð
Lokahátíð sunnudagaskólanna í Dala-, Hólmavíkur- og Reykhóla-prestakalli verður í Tjarnarlundi í Saurbæ á sunnudaginn eftir viku, 8. maí, og hefst kl. 13. Á dagskránni verður spennandi leiksýning með Hafdísi og Klemma, sem krakkarnir ættu að þekkja. Sýningin hentar öllum aldurshópum. Grillaðar pylsur og Svali verða í boði.
Sr. Anna, sr. Sigríður og sr. Hildur Björk hlakka til að eiga skemmtilega stund með hátíðargestum.