Lið Breiðfirðingafélagsins í átta liða úrslit
Lið Breiðfirðingafélagsins sigraði í sínum riðli í Spurningakeppni átthagafélaganna í kvöld og komst þar með í átta liða úrslit. Í öðru sæti í þeim riðli varð lið Barðstrendingafélagsins og í þriðja sæti varð lið Skaftfellingafélagsins, sem sigraði í fyrra. Hin liðin sem komust áfram í átta liða úrslit í kvöld eru lið Átthagafélags Vestmannaeyinga, lið Siglfirðingafélagsins og lið Félags Djúpmanna.
Keppt verður í átta liða úrslitum á fimmtudagskvöldið í næstu viku. Úrslitin í keppninni ráðast síðan fimmtudagskvöldið 12. mars, þegar þau fjögur lið sem eftir standa etja kappi.
Myndina tók Siglfirðingurinn brottflutti Jónas Ragnarsson í kvöld þegar lið Breiðfirðingafélagsins og Barðstrendingafélagsins tókust á. Lið Breiðfirðinga, talið frá vinstri: Daníel Freyr Birkisson, Grétar Guðmundur Sæmundsson og Páll Guðmundsson. Lið Barðstrendinga, talið frá vinstri: Héðinn Árnason, Gunnlaugur Júlíusson og Ólína Kristín Jónsdóttir.