Tenglar

26. febrúar 2015 |

Lið Breiðfirðingafélagsins í átta liða úrslit

Lið Breiðfirðinga og Barðstrendinga eigast við. Ljósm. JR.
Lið Breiðfirðinga og Barðstrendinga eigast við. Ljósm. JR.

Lið Breiðfirðingafélagsins sigraði í sínum riðli í Spurningakeppni átthagafélaganna í kvöld og komst þar með í átta liða úrslit. Í öðru sæti í þeim riðli varð lið Barðstrendingafélagsins og í þriðja sæti varð lið Skaftfellingafélagsins, sem sigraði í fyrra. Hin liðin sem komust áfram í átta liða úrslit í kvöld eru lið Átthagafélags Vestmannaeyinga, lið Siglfirðingafélagsins og lið Félags Djúpmanna.

 

Keppt verður í átta liða úrslitum á fimmtudagskvöldið í næstu viku. Úrslitin í keppninni ráðast síðan fimmtudagskvöldið 12. mars, þegar þau fjögur lið sem eftir standa etja kappi.

 

Myndina tók Siglfirðingurinn brottflutti Jónas Ragnarsson í kvöld þegar lið Breiðfirðingafélagsins og Barðstrendingafélagsins tókust á. Lið Breiðfirðinga, talið frá vinstri: Daníel Freyr Birkisson, Grétar Guðmundur Sæmundsson og Páll Guðmundsson. Lið Barðstrendinga, talið frá vinstri: Héðinn Árnason, Gunnlaugur Júlíusson og Ólína Kristín Jónsdóttir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30