4. maí 2011 |
Liðsauki alltaf vel þeginn hjá Krabbameinsfélaginu
Aðalfundur Krabbameinsfélags Breiðfirðinga verður haldinn í Skriðulandi í Saurbæ klukkan 17 á morgun, fimmtudaginn 5. maí. Auk venjulegra aðalfundarstarfa og annarra mála verður kosinn fulltrúi á aðalfund Krabbameinsfélags Íslands. Stjórn félagsins hvetur alla núverandi félaga og aðra velunnara til að koma á fundinn, auk þess sem nýir félagar eru velkomnir. „Fjölmennum og styrkjum starfið“, segir í tilkynningu um fundinn.
Á fundinum verða kaffiveitingar í boði félagsins.