8. október 2014 | vefstjori@reykholar.is
Líður að aðalfundi Ferðamálasamtaka Vestfjarða
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Hótel Ísafirði á föstudagskvöld og hefst kl. 17. Allir geta verið þátttakendur í samtökunum. Hægt er að senda tölvupóst í vestfirdir@gmail.com til að skrá sig eða fylla út eyðublað á vefnum www.vestfirskferdamal.is. Málþing í tengslum við fundinn verður haldið daginn eftir. Síðasti skráningardagur á málþingið er í dag.