24. september 2012 |
Líður að aðalfundi Skruggu
Aðalfundur Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi verður haldinn í matsal Reykhólaskóla á mánudaginn eftir viku, 1. október, og hefst kl. 20. Auk annarra mála verður vetrarstarfið rætt og fjallað um styrktarbeiðni. Á dagskránni er einnig kosning formanns og stjórnar.