Tenglar

31. ágúst 2010 |

Líður að fyrsta súpufundi á Reykhólum

Fyrsti súpufundurinn á Reykhólum verður haldinn á fimmtudag, 2. september, í húsnæði Hlunnindasýningarinnar við Maríutröð. Fyrirlesari kvöldsins verður Atli Georg Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar. Húsið verður opnað gestum kl. 18.30 en fyrirlesturinn hefst kl. 18.45. Verð kr. 800 á mann.

 

Hvað er súpufundur?

 

Í vetur verður fyrsta fimmtudaginn í hverjum mánuði súpufundur í húsnæði Hlunnindasýningarinnar. Öllum er frjálst að koma og fá sér súpu og hlýða á framsögumenn. Ætlunin er að fá fólk og fyrirtæki í sveitarfélaginu til þess að kynna það sem verið er að fást við.

 

Hlökkum til að sjá þig!

 

- Ásta Sjöfn á Litlu-Grund og Steinar í Álftalandi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2025 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30