11. nóvember 2009 |
Líður að jóla- og villibráðarhlaðborði Bjarkalundar
Síldarréttir, grafinn lax, blandaðir sjávarréttir, hreindýrapaté, sveitapaté, appelsínu-andabringur, villigæsabringur, hrátt hangikjöt og lundi eru forréttirnir á hinu árlega jóla- og villibráðarhlaðborði sem verður núna á laugardagskvöldið (14. nóvember) í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit. Þá eru ótaldir margvíslegir heitir og kaldir aðalréttir og eftirréttir. Þessu öllu fylgir söngur, glens og gaman. Veislustjóri að þessu sinni verður Óli Sæm spaugari á Patró, forstjóri Vestfirskrar húmorsgreiningar ehf. Alli Ísfjörð og Pálmi sjá síðan um fjörið á þessu elsta sumarhóteli landsins.
Athygli skal vakin á því, að hlaðborðið verður að þessu sinni aðeins þetta eina kvöld en ekki tvær helgar í röð eins og í fyrra og eins og upphaflega var áformað núna.
Pantanir berist sem allra fyrst í síma 434 7863, 695 2091 eða 894 1295.