Líður að jóla- og villibráðarhlaðborði Bjarkalundar
Hið hefðbundna og vinsæla jóla- og villibráðarhlaðborð Hótels Bjarkalundar verður að þessu sinni laugardagskvöldin 5., 12. og 19. nóvember. Nú þegar er byrjað að taka við pöntunum og fólk hvatt til að panta sem allra fyrst. Að venju verður fleira í boði en sjálfar veitingarnar. Endanlegur matseðill verður tilbúinn á næstu dögum en meðal þess sem á borðum verður er villigæsabringa, skarfur, hreindýrabollur, lundi, hamborgarhryggur, blandaðir sjávarréttir, hrefnukjöt, purusteik, lambasíða, hreindýrakæfa, lambalæri, síldarréttir, hangikjöt og svartfugl svo eitthvað sé nefnt, fyrir nú utan allt meðlætið.
Síðustu ár hafa jóla- og villibráðarhlaðborðin í Bjarkalundi verið tvisvar hverju sinni en núna verða þau þrisvar. Pantanir og nánari upplýsingar í síma 434 7762 og hjá Kollu í síma 894 1295.