Tenglar

8. september 2009 |

Líður að smölun og réttum í Reykhólahreppi

Safnið á leið í réttina. Mynd: Sauðfjársetur á Ströndum.
Safnið á leið í réttina. Mynd: Sauðfjársetur á Ströndum.
Réttað verður í Króksfjarðarnesi eftir leitir í Gilsfirði og Geiradal 19. september (fyrri leit) og 3. október (seinni leit). Leitað er og réttað samdægurs. Um Þorskafjörð, Vaðalfjöll og Borgarland verður leitað 19. september (fyrri leit) og réttað í Kinnarstaðarétt daginn eftir kl. 11. Seinni leit á þessu svæði er 3. október. Á Reykjanesi verður leitað 18. september (fyrri leit) og 4. október (seinni leit) og dregið sundur samdægurs á Grund og Stað.

 

Fjallskilaseðil Reykhólahrepps 2009 er að finna á pdf-formi í reitnum Tilkynningar hér neðst til hægri.

 

Athugasemdir

Einar Hafliðason, rijudagur 08 september kl: 21:11

Nú þegar er búið að leita einu sinni á leitarsvæði "okkar" í Strandabyggð þ.a.e.s. norðan Reiphólsfjalla,Langadal og víðar Réttað var samdægurs í færanlegri rétt sem búið var að kaupa.

Björn M. Björgvinsson, fimmtudagur 10 september kl: 21:29

Sælir, gangnamenn
Haustið 2008 sendi ég fyrirspurn til Reykhólahrepps er varðar fjárleitir í Múlahreppi hinum forna sem nú tilheyrir Reykhólasveit. Enn á ný sé ég að ekki er gert ráð fyrir smalamennskum á þessu svæði - því spyr ég hvort þetta svæði tilheyri e.t.v. Barðstrendingum.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30