Tenglar

9. desember 2012 |

„Líf“ Sollu Magg

1 af 3

Ljóðabókin Líf eftir Sólveigu Sigríði Magnúsdóttur (Sollu Magg) kemur út klukkan tólf á miðvikudag, tólfta tólfta tvö þúsund og tólf (12.12.12.12). Þetta er önnur ljóðabók Sollu, en Þar sem hjartað slær kom út fyrir rúmum tveimur árum. „Svo er væntanleg barnabók eftir mig á nýju ári,“ segir hún. Nýju ljóðabókina prýða ljósmyndir eftir son Sollu, Marinó Thorlacius, sem jafnframt hannaði bókina.

 

Solla er með fleira í takinu: „Núna hef ég verið að lengja og laga leikritið sem við í Skruggu frumsýndum á Reykhólum, Amma í stuði með Guði.“

 

Sólveig Sigríður Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1954. Hún flutti úr borginni nítján ára gömul og bjó lengst á Patreksfirði eða í 32 ár. Síðan fluttist hún til Keflavíkur og þaðan til Reykhóla, þar sem hún var í nokkur ár. Frá Reykhólum fór hún á liðnu vori en þrátt fyrir það var hún endurkjörin formaður Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi núna í haust. Solla var drifkrafturinn í því að endurvekja félagið haustið 2009 og hefur verið formaður þess síðan, ásamt því að leikstýra og semja leikþætti.

 

Þeir sem vilja krækja í nýju bókina hennar Sollu geta sent henni póst í netfangið jokulros@visir.is eða hringt í síma 897 2570.

 

Hér fylgja tvö smáljóð úr bókinni.

 

 

Gullið mitt

 

Ljúfa nótt

ljósið bjarta

litla hjarta

gullið mitt.

 

Sofðu rótt

úti er hljótt

Guð á himni

gefi þér

góða nótt.

 

 

Vindur

 

Hlýi vindur

vefðu þig um mig

hvíslaðu í eyra mitt

vindurinn minn.

 

Mjúki hlýi vindur

strjúktu vanga minn

komdu nær mér.

 

Ekki fara

vertu hér

ekki fara

burt frá mér.

 

Vindurinn minn

vefðu mig að þér

í grasinu mjúka.

 

 

08.11.2010 „Þar sem hjartað slær“

17.04.2012 Amma í stuði með Guði

29.05.2012 Solla Magg biður fyrir innilegustu kveðjur

05.10.2012 Solla Magg endurkjörin formaður Skruggu

 

Athugasemdir

Eyvindur, mnudagur 10 desember kl: 07:13

Til hamingju með þetta Solla okkar, jólakveðjur héðan

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31