Tenglar

1. september 2012 |

Líffræðingur frá Reykhólum - hvaða sveppi má éta?

Eiríkur Jensson útlistar íslenska sveppi. Myndir: Morgunblaðið/Eggert.
Eiríkur Jensson útlistar íslenska sveppi. Myndir: Morgunblaðið/Eggert.
1 af 3

Ungt berja- og sveppaáhugafólk fór í vikunni í Heiðmörk ofan við Reykjavík og naut leiðsagnar hins reynda líffræðings, kennara og sveppafræðings Eiríks Jenssonar frá Reykhólum um það hvaða sveppi má tína til átu og hverja ekki. Frá þessu er greint í máli og myndum í Morgunblaðinu í dag.

 

Eiríkur er einn af sonum heiðurshjónanna Jóhönnu Ebenezersdóttur og Jens Guðmundssonar, skólastjórahjónanna á Reykhólum um langan aldur á fyrri tíð, og bróðir Ebba, sem búsettur er á Reykhólum.

 

Lesið umfjöllunina í Morgunblaðinu á myndum nr. 2 og 3 (smellið á þær til að stækka).

 

Hvernig væri nú annars að fá heimamanninn Eirík Jensson við tækifæri til leiðsagnar í hinum miklu sveppalendum sem sagðar eru í Reykhólahreppi?

 

 14.08.2012 Allt fullt af sveppum - uppskrift til reiðu

  

Athugasemdir

Harpa Eiríksdóttir, laugardagur 01 september kl: 23:22

Það væri mjög skemmtilegt að fá hann Eirík til að kynna okkur fyrir öllum þeim sveppategundum sem hér finnast.

Því þetta eru mjög margar tegundir sem eru góðir matarsveppir

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31