Tenglar

25. apríl 2018 | Sveinn Ragnarsson

Líflegur íbúafundur

Hluti fundargesta
Hluti fundargesta
1 af 14

Á íbúafundinum sem haldinn var í dag, komu fram margar áhugaverðar hugmyndir að verkefnum sem ný sveitarstjórn fær svo í veganesti.

Fyrirkomulag fundarins var þannig að teknir voru fyrir málaflokkar sem nefndir sveitarfélagsins hafa á sinni könnu og formenn nefndanna sögðu frá verkefnum og stöðu mála um þessar mundir. Fundargestir skiptu sér svo í hópa og hver hópur setti á blað það sem þeir vildu sjá að verði gert. Í lok fundar fengu svo allir 12 græna límmiða sem voru notaðir til að greiða tillögunum atkvæði, eins og sést vonandi á meðfylgjandi myndum.

Húsnæðismál, samgöngur og götur, framhaldsskóladeild á Reykhólum, mál slökkviliðsins og upplýsingar og aðstaða fyrir ferðafólk voru meðal þess sem fólk taldi brýnast að vinna í, að ógleymdum umhverfismálunum.

Þau Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps og Skúli Gautason menningarfulltrúi sáu um undirbúning og stjórn fundarins. 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30