Tenglar

24. mars 2022 | Sveinn Ragnarsson

Lífseigustu skaflar í Reykhólasveit

Smugan
Smugan
1 af 4

Það er ekki til einhlítur mælikvarði á hvað er lítill, meðal eða mikill snjór. Hann á sína vissu staði og yfirleitt gerir fólk sér litla rellu út af því, nema þegar snjórinn sest á veginn eða við húsdyr.

 

Vissu staðirnir á veginum eru náttúrlega smugan hjá Geiradalsánni, milli Hóla og Kambs, við Bæjarána, við Geitarána, við Skrautann á Klukkufelli og víðar raunar en á þessa staði safnast yfirleitt fyrst snjór. Ef til vill væri verðugt verkefni að gera snjókort af vegum.

 

Nokkur snjór er kominn á þessa staði nú. Vegna þess að vetrarvegir eru bæði við Smuguna og Bæjarána voru aðrir kaflar vegarins látnir ganga fyrir og ekkert mokað þar síðustu 2 daga amk. Því reikna vegfarendur ekki með og átta sig ekki á vetrarvegunum fyrr en of seint og fara sumir nokkuð langt inn í skaflana. Það veldur bæði óþægindum og töfum.

 

Sennilega þyrfti að merkja betur þegar vegurinn er ófær. Vegurinn í Smugunni var opnaður í dag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30