Tenglar

30. janúar 2017 | Umsjón

Lífshlaupið 2017 að hefjast

Opnað hefur verið fyrir skráningu á vefnum í Lífshlaupið 2017 sem hefst á miðvikudag, 1. febrúar. Þetta er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands fyrir alla aldurshópa og kannast margir við það frá undanförnum árum. Kjörorð Lífshlaupsins er Þín heilsa - Þín skemmtun.

 

Lífshlaupið er:

  1. Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri í tvær vikur í febrúar.
  2. Framhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri í tvær vikur í febrúar.
  3. Vinnustaðakeppni í þrjár vikur í febrúar.
  4. Einstaklingskeppni þar sem allir geta tekið þátt og skráð sína daglegu hreyfingu allt árið.

Skrá má alla hreyfingu ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum. Tímanum má skipta í nokkur styttri tímabil yfir daginn, svo sem 10 til 15 mínútur í senn.

 

Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega.

 

Vefur Lífshlaupsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31