Tenglar

25. nóvember 2015 |

Líka verði tekið á vanda á Vestfjörðum og víðar

Í tilefni fréttar á visir.is í dag vill Fjórðungssamband Vestfirðinga samfagna sveitarfélögum á Norðurlandi vestra með þann árangur sem þau hafa náð í samstarfi við stjórnvöld um fé til uppbyggingar á sviði nýsköpunar og menningar og í heilbrigðisþjónustu landshlutans. Það er hins vegar miður, að ekki er tekið á tilllögum um tilflutning opinberra starfa, sem var annað meginhlutverk samstarfsnefndar ríkis og sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

 

Þetta kemur fram á vef Fjórðungssambandsins. Þar segir einnig:

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga leggur í framhaldinu áherslu á að ríkisstjórnin taki á sambærilegan hátt á þeim sértæka vanda sem langvarandi fólksfækkun veldur á svæðum eins og á Vestfjörðum og víðar. Mótaðar tillögur um verkefni á Vestfjörðum á sviði nýsköpunar og menningar liggja fyrir í Sóknaráætlun Vestfjarða, auk áherslna um fjölgun opinberra starfa á sértækum starfssviðum. Úr þeim tillögum er hægt að vinna á tiltölulega skömmum tíma, núna þegar vilji stjórnvalda liggur fyrir um veita slíkum verkefnum brautargengi með ásættanlegum fjárveitingum. 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31