Tenglar

29. apríl 2012 |

Líklega fyrsta pylsuveisla ársins á Reykhólum

Af hverju fást ekki pylsubrauð í mismunandi stærðum rétt eins og fatnaður?
Af hverju fást ekki pylsubrauð í mismunandi stærðum rétt eins og fatnaður?
1 af 2

Sumarið er komið. Í dag á sælum sunnudegi hefur verið glaðasólskin með hægri austanátt við innanverðan Breiðafjörð og fuglasöngur hvarvetna. Efnt var til pylsuveislu að Reykjabraut 1 á Reykhólum og ekki ósennilegt að það hafi verið fyrsta veislan af því tagi utanhúss á þessum slóðum þetta árið. Að minnsta kosti ein af þeim allra, allra fyrstu.

 

Þarna hefðu eftirfarandi ljóðlínur sr. Matthíasar Jochumssonar frá Skógum í Þorskafirði átt vel heima þótt af öðru tilefni hafi hann kveðið svo (Ránarklæði Breiðafjarðar blasa við frá Reykhólum):

 

Lýsti sól

stjörnustól,

stirndi á Ránarklæði.

Skemmti sér

vor um ver,

vindur lék í næði.

 

Skáldið (og sýslumaðurinn) Jón Thoroddsen segir á einum stað í sögunni Pilti og stúlku: „Sólin blessuð leið frá austri til suðurs og frá suðri í vesturátt ...“

 

Svo lengi stóð hún að vísu ekki, pylsuveislan við Reykjabrautina, en samt má á sunnudegi (sólardegi) alveg minnast þessara orða hjá skáldinu frá Reykhólum.

 

Athugasemdir

Hlynur Þór Magnússon, sunnudagur 29 aprl kl: 18:38

Varðandi ofanritað úr Pilti og stúlku eftir Jón Thoroddsen má minna á það sem Megas orti um sama efni - varla verður talað markvissar um einfalda hluti: Sólin kemur upp í austri / og í vestri sest hún niður.

Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir, mnudagur 30 aprl kl: 09:34

Flottar stelpur. Takk fyrir mitt lið Gústi.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31