18. október 2010 |
Líknarbelgur sprakk út á afspyrnuvondum vegi
Vegurinn í Kjálkafirði í Barðastrandarsýslu er svo holóttur og vondur, að um helgina sprakk út líknarbelgur í nýlegum fólksbíl, sem ekið var um veginn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum, sem segir að það muni vera mjög sjaldgæft, að loftpúðar springi út þegar ekið er um mjög holótta vegi.