Tenglar

11. maí 2009 |

Líkur á aukinni aðsókn á tjaldstæði í sumar

Frá tjaldsvæðinu neðan við Grettislaug á Reykhólum síðasta sumar.
Frá tjaldsvæðinu neðan við Grettislaug á Reykhólum síðasta sumar.

Ferðamálaráð er að láta gera könnun um ferðaáform Íslendinga innanlands á komandi sumri, en verulega auknar líkur eru taldar á að Íslendingar verji stærri hluta sumarfrísins á Íslandi þetta árið en verið hefur undanfarin ár. Í framhaldi af því hefur Ferðamálaráð beint þeim tilmælum til þeirra sem reka tjaldstæði að huga sérstaklega að þörfum þess hóps sem ferðast á húsbílum eða með hjólhýsi og fellihýsi.

 

Bætt aðstaða getur lengt dvalartíma á viðkomandi stað og aukið líkur á endurkomu, segir í tilmælum Ferðamálaráðs. Eins þarf að huga að þeim einstaklingum og fjölskyldum sem kjósa að tjalda upp á gamla mátann svo þeim finnist þeirra hagsmunum ekki fórnað. Sveitarfélög sem mörg hver reka tjaldsvæði eru hvött til þess að taka jákvætt í tilmæli Ferðamálaráðs og huga vel að viðhaldi og rekstri þeirra í sumar.

 

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands fækkaði gistinóttum á tjaldsvæðum á Vestfjörðum um 7% milli áranna 2007 og 2008. Þá fækkaði skráðum tjaldsvæðum á Vestfjörðum um tvö milli ára. Þau voru 20 árið 2007 en 18 á síðasta ári. Skráðar gistinætur á tjaldsvæðum á Vestfjörðum voru 18.901 í fyrra en 20.313 árið á undan. Íslendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem sækja tjaldsvæðin en á síðasta ári voru þeir 15.038 á móti 3.863 útlendingum.

 

Tölur Hagstofu Íslands um gistinætur á tjaldsvæðum á Vestfjörðum síðustu ellefu árin eru þessar:

 

1998

Íslendingar     4.191

Útlendingar    1.386

Samtals           5.577

 

1999

Íslendingar     5.191

Útlendingar    1.520

Samtals           6.711

 

2000

Íslendingar     9.320

Útlendingar    1.945

Samtals         11.265

 

2001

Íslendingar   13.364

Útlendingar    1.928

Samtals         15.292

 

2002

Íslendingar   10.092

Útlendingar    1.912

Samtals         12.004

 

2003

Íslendingar   19.947

Útlendingar    2.667

Samtals         22.614

 

2004

Íslendingar     7.831

Útlendingar    3.230

Samtals         21.061

 

2005

Íslendingar   13.594

Útlendingar    3.223

Samtals         16.817

 

2006

Íslendingar   15.079

Útlendingar    3.416

Samtals         18.495

 

2007

Íslendingar   16.360

Útlendingar    3.953

Samtals         20.313

 

2008

Íslendingar   15.038

Útlendingar    3.863

Samtals         18.901

 

Sjá einnig:

05.08.2008 Metfjöldi í Grettislaug á Reykhólum í sumar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30