Tenglar

12. júlí 2012 |

Lilja á Grund níræð

Hestakonan Lilja Þórarinsdóttir á Grund í Reykhólasveit með fjóra til reiðar.
Hestakonan Lilja Þórarinsdóttir á Grund í Reykhólasveit með fjóra til reiðar.
1 af 5

Lilja Þórarinsdóttir (þekktari sem Lilja á Grund, fullu nafni Kristín Lilja Þórarinsdóttir) er níræð í dag, fimmtudaginn 12. júlí. Hún fæddist á Reykhólum og hefur alið allan sinn aldur hér í sveit, fyrir utan þrjú fyrstu æviárin þegar hún átti heima á Hólum í Hjaltadal. Auk þess var hún í unglingaskóla á Flateyri og í húsmæðraskólanum á Staðarfelli. Lengst af var Lilja húsfreyja á Grund, rétt ofan við Reykhóla, en hefur síðari árin verið búsett á Dvalarheimilinu Barmahlíð. Úr glugganum hennar er ekki langt að líta upp að Grund, þar sem núna búa synirnir hennar tveir, tengdadóttir og þrír ömmustrákar.

 

Eiginmaður Lilju var Ólafur Sveinsson, upprunninn á Gillastöðum í Reykhólasveit. Hann fórst í snjóflóðinu sem féll á útihúsin á Grund að kvöldi 18. janúar 1995. Unnsteinn Hjálmar sonur þeirra lenti líka í snjóflóðinu en hann fannst á lífi eftir tólf tíma vist undir snjófarginu.

 

Foreldrar Lilju voru Steinunn Hjálmarsdóttir og Þórarinn G. Árnason. Hún missti föður sinn þegar hún var tæplega fimm ára en fósturfaðir hennar var Tómas Sigurgeirsson, seinni maður Steinunnar. Þau Steinunn og Tómas voru alla sína tíð búendur á höfuðbólinu Reykhólum.

 

Lilja tók mikinn þátt í félagslífi í héraðinu. Nefna má að hún var lengi formaður Ungmennafélagsins Aftureldingar og starfaði ötullega í Búnaðarfélagi Reykhólahrepps og Kvenfélaginu Liljunni. Einn vettvangurinn enn var Hestamannafélagið Kinnskær, en hún var meðal stofnenda þess. Lilja var um árabil fjallkona Reykhólahrepps á hátíðahöldum 17. júní. Hún hefur skrifað sögur og greinar í blöð og tímarit.

 

Til gamans er tilfærð hér klausa úr frétt frá Sveini fréttaritara á Miðhúsum í Morgunblaðinu 16. október 1981:

 

Göngur og réttir gengu hér vel og er Kinnarstaðarétt skilarétt en hins vegar Grundarrétt aðal mannfagnaðarréttin. Þau hjón Lilja Þórarinsdóttir og Ólafur Sveinsson bóndi á Grund bjóða öllum réttargestum til veislu og eru oft yfir 100 manns sem þiggja þar veitingar á réttardaginn.

 

Myndirnar sem hér fylgja eru af Lilju á Grund nema sú síðasta: Hún er af frétt í Morgunblaðinu 18. maí 1986, þar sem Lilju er getið af tvennu tilefni (smellið á myndirnar til að stækka þær). Mynd nr. 4 var tekin 9. apríl 2004 á brúðkaupsdegi sonar Lilju, Guðmundar Ólafssonar á Grund, og Ástu Sjafnar Kristjánsdóttur. Þar er Lilja ásamt tveimur af systkinum sínum, þeim Hirti og Önnu.

 

Athugasemdir

Þorgeir samúelsson, fimmtudagur 12 jl kl: 23:26

Lilja mín á Grund...innilegar hamingjuóskir á þessum afmælisdegi.

Fátt er meira virði en að eiga að góðan nágranna...nágranna sem veitir af sinni raustn öllum gestum og gangandi sem um hennar hús ganga...af sýnu einlæga veisluborði...kaffi kökur og mat...eftir því hvernig stendur á. Kristín Lilja er sennilega eina af fáum hér um slóðir sem kann að segja frá ungmennafélagsandanum sem ríkti á hennar unglingsárum...þá voru ekki bílar eða faratæki sem fluttu fólk milli staða...heldur voru það fætur fólks eða hestar sem voru samgöngu aðferðinn. Nú í dag mundi það ekki þjóna neinum tilgangi að byðja ungling eða skerppa í sendiferða...annaðhvort fótgangandi eða á hesti....þetta gerði Lilja og fór ófáar ferðirnar ríðandi á hesti...annaðhvort að færa fólki vistir eða bara venjulega sendiferð sem þótti ekki tiltökumál...hún sagði mér frá því þegar hún var að ferja vatn í tréttunnum niður að Sjávarhúsi...þegar merkilegasta sláturhús landsins var rekið þar...þá þurfti að flytja og sækja alla hluti á hestvagni...það hefur verið vandaverka að velja sér leið til að vatnið héldist í tunnunum...þetta gerði hún ung að árum og vílaði ekki fyrir sér að vippa þessu af.... frekar en öðru sem hún tók sér fyrir hendur....Vegavinnu ráðskona var Lilja í mörg ár...og fórst það eins og annað vel úr hendi...Nágranni minn hefur hún alltaf verið og er ég stolltur af því....tryggari nágrannar eru vandfundnir...Lilja mínar bestu óskir til þín á afmælisdaginn þinn... afkomendur mínir Maggnús og Anna Björk báðu mig að flytja þér bestu afmælis kveðjur..
Með kveðju
Þorgeir Höllustöðum

Orn Eliasson, fstudagur 13 jl kl: 16:41

Til hamingju med afmaelid Lilja min, og pakka per fyrir allt gamalt og gott. Foreldrar minir latnir, eg og systur minar Nina og Edda vorum pinir naestu nagrannar um arabil og eigum margar mjog godar minningar af per og pinu folki. Skiladu kvedju til allra a Reykholum og audvitad lika til mins gamla leikfelaga Porgeirs Samuelssonar.

Nina Björk Elíasson, fstudagur 13 jl kl: 20:16

Nina Björk Elíasson föstudagur 13 juli

Elsku Lilja,

innilega til hamingju med afmælid og pakka pér fyrir allar gódar minningar, einlægni og tryggd vid mína fjölskildu. pad hefur alltaf verid gaman ad heimsækja pig - líka í fyrra pegar vid Minna kíktum vid hjá per og ég nádi svo gódri mynd af pér med raudar neglur.

Kær kvedja

Nina

Edda Elíasson, laugardagur 14 jl kl: 04:25

Elsku Lilja,
Innilega til hamingju med daginn, man vel eftir pér og gódu kökunum, pad var alltaf gott ad koma til pín. Var á Reykhólum bara eina nótt fyrir nokkrum árum og gisti á Tilraunastödinni fyrrverandi - skrýtid at vera par aftur og sjá allar breytingingar.
Vona ad pú hafir pad sem allra best,
Kær kvedja, Edda.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31