Tenglar

2. ágúst 2016 |

Lína langsokkur og Ómar í Ólafsdal

Ómar Ragnarsson (sem sjálfan þarf ekki að kynna) verður kynnir á Ólafsdalshátíðinni árlegu núna á laugardag, 6. ágúst, auk þess sem hann fer með gamanmál. Dagskrá hátíðarinnar er nú fullfrágengin. Auk annars sem hér hefur ekki komið fram áður má nefna ferð með nýuppgerðu rútunni Soffíu II (Bedford árg. 1940) kringum Gilsfjörð. Leiðsögumaður verður Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli og mæting kl. 10.45. Síðan er ekki úr vegi að minna sérstaklega á heimsókn Línu langsokks (Ágústu Evu Erlendsdóttur) sem skemmtir börnum á aldrinum 0-99 ára og gefur sér tíma með þeim.

 

Auk þess verður grænmetismarkaðurinn á sínum stað og fjölmargt annað sem hér verður ekki talið upp, heldur vísað beint í dagskrána.

 

Dagskrá Ólafsdalshátíðar 2016 í heild (pdf) 

 

Sjá einnig hér um hátíðina og Ólafsdal

 

Vefur Ólafsdalsfélagsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30