Tenglar

29. júní 2012 |

Lincoln Continental Town Car við Reykhólahöfn

Leonard og Lincolninn við Gretti.
Leonard og Lincolninn við Gretti.
1 af 4

Um þessar mundir má iðulega sjá langa og virðulega límúsínu á götum Reykhólaþorps eða niðri á bryggju. Þar er á ferð Leonard Jóhannsson frá Akureyri, sem eins og í fyrrasumar leysir af sem vélstjóri á Gretti, flutningaskipi Þörungaverksmiðjunnar. Bíllinn er af gerðinni Lincoln Continental Town Car árgerð 1973 og er því senn fertugur. Hann er dúnmjúkur enda hátt í sex metrar á lengd og að sjálfsögðu með átta gata V-mótor.

 

Lengdin á heitinu Lincoln Continental Town Car verður að teljast hæfa lengdinni á bílnum.

 

Á mynd nr. 3 er til samanburðar níræður Lincoln Touring og á mynd nr. 4 er sjötugur Lincoln Continental. Þær myndir eru fengnar af Wikipedíu.

 

Athugasemdir

Sig.Torfi, laugardagur 30 jn kl: 14:33

Maður er vanur að sjá appelsínugula pramma á bryggjunni en ekki gráa,,, ;-)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31