Tenglar

7. mars 2012 |

Lions: Saltkjötsveisla og Stefán frá Hvítadal

Stefán frá Hvítadal.
Stefán frá Hvítadal.

Reykhóladeild Lions verður með sína árvissu bókmenntakynningu ásamt saltkjöts- og baunaveislu í matsal Reykhólaskóla á föstudagskvöld, 9. mars, og hefst samkoman kl. 20.30. Stefán frá Hvítadal er skáldið sem fjallað verður um að þessu sinni. Tilhögun verður með sama hætti og undanfarin ár. Nánari upplýsingar veita Gummi á Grund, Eyvi, Dalli og Tóti hennar Bjargar. Fólk sem hyggst sækja samkomuna er beðið að hafa samband við einhvern þeirra sem allra fyrst, bæði til að fá nánari upplýsingar og til að láta vita af sér svo að hvorki verði eldað of lítið né allt of mikið.

 

Skáldið Stefán Sigurðsson, sem kenndi sig við Hvítadal í Saurbæ, var Strandamaður að uppruna. Á þessu ári eru 125 ár liðin frá fæðingu hans. Dagurinn í dag, 7. mars, er dánardagur Stefáns árið 1933.

 

Athugasemdir

steini kuld, fimmtudagur 08 mars kl: 13:18

það vantar simanumer

Ljón, fimmtudagur 08 mars kl: 13:57

Eyvindur 434-7890, Dalli 434-7785

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30