Tenglar

10. maí 2015 |

Listamannaþing Félags vestfirskra listamanna

Kápa fyrsta heftis ársritsins List á Vestfjörðum árið 2011.
Kápa fyrsta heftis ársritsins List á Vestfjörðum árið 2011.

Í samstarfi við Fjórðungssamband Vestfirðinga heldur Félag vestfirskra listamanna sitt árlega Listamannaþing núna á laugardag, 16. maí. Þetta árið verður það haldið á Ísafirði, nánar tiltekið í Edinborgarhúsinu. Yfirskrift þessa málþings er barna- og unglingamenning og munu öll erindin sem haldin verða tengjast því. Meðal þeirra sem taka til máls eru Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar í Reykjavík, Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, og Eggert Einer Nielson, tónlistarmaður sem vinnur mikið með börnum.

 

Að auki verður kynning á Listahátíð ungmenna, Lengst útí rassgati (LÚR). Tónlist ungmenna verður fyrirferðarmikil og má þar nefna hina ungu flytjendur The Grateful Mercy, Freyju Rein, Mikolaj Ólaf Frach, Sigríði Salvarsdóttur og Pétur Erni. Leiklist og myndlist koma einnig við sögu, en flutt verður atriði úr Galdrakarlinum í Oz og til sýnis verða myndasögur eftir nemendur Grunnskóla Ísafjarðar.

 

Á undan Listamannaþinginu er aðalfundur Félags vestfirskra listamanna. Hann hefst kl. 12.30 en þingið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Ókeypis er á fund og þing og fríar veitingar í boði og allir velkomnir.

 

Taka má fram, að þrátt fyrir heitið Félag vestfirskra listamanna er það ekki aðeins félag allra sem stunda listiðkun af einhverju tagi á Vestfjarðakjálkanum, heldur er það líka opið öllum sem unna vestfirskri listiðkun.

 

Stjórn Félags vestfirskra listamanna skipa Elfar Logi Hannesson, Dagný Þrastardóttir og Ómar Smári Kristinsson (sem hafa verið í stjórn frá upphafi) og Ingunn Ósk Sturludóttir. Elfar Logi er leiðtoginn og drifkrafturinn og óþrjótandi uppspretta hugmynda. 

 

17.04.2011 ►Félag vestfirskra listamanna stofnað

Félag vestfirskra listamanna á Facebook

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31