Listi Frjálslynda flokksins í NV-kjördæmi frágenginn
Búið er að ganga frá framboðslista Frjálslynda flokksins í NV-kjördæmi. Sem áður mun Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, leiða framboðið í kjördæminu. Annað sætið skipar Sigurjón Þórðarson, sem var þingmaður flokksins 2003-2007 en í þriðja sætinu er Ragnheiður Ólafsdóttir á Akranesi, sem tók sæti sem varamaður á Alþingi um skeið nú í febrúar. Athygli vekur að sjö bændur eiga sæti á framboðslistanum.
Listinn er þannig í heild:
1. Guðjón Arnar Kristjánsson, alþingismaður, Ísafirði
2. Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi, Sauðárkróki
3. Ragnheiður Ólafsdóttir, öryrki og listamaður, Akranesi
4. Sigurður Hallgrímsson, sjómaður, Skagaströnd
5. Jónína Eyja Þórðardóttir, bóndi, Önundarfirði
6. Guðmundur Björn Hagalínsson, bóndi og formaður eldri borgara, Önundarfirði
7. Dóróthea Guðrún Sigvaldadóttir, verslunarrekandi, Skriðulandi í Saurbæ
8. Gunnlaugur Guðmundsson, bóndi, Söndum í Miðfirði
9. Rannveig Bjarnadóttir, stuðningsfulltrúi, Akranesi
10. Þorsteinn Árnason, vélfræðingur, Andakílsárvirkjun, Borgarfirði
11. Hafdís Elva Ingimarsdóttir, Sauðárkróki
12. Helgi Helgason, bóndi, Þursstöðum III, Borgarfirði
13. Elísabet Pétursdóttir, bóndi, Sæbóli II, Ingjaldssandi
14. Sæmundur Halldórsson, verkamaður, Akranesi
15. Margrét Heimisdóttir, verkakona, Bolungarvík
16. Þorstein Sigurjónsson, bóndi, Reykjum 2, Húnaþingi vestra
17. Þórunn Arndís Eggertsdóttir, bóndi, Vaðli, Vesturbyggð
18. Sophaporn Sandra Arnórsson, húsmóðir, Ísafirði
Sjá einnig:
21.03.2009 Listi Framsóknarflokks í NV-kjördæmi frágenginn
21.03.2009 Listi Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi frágenginn