Litagleði og „viðhengi“ á Reykhóladeginum 2010
Þeir sem vilja troða upp með einhverjum hætti á hátíðinni eða selja eitthvað á markaði hafi samband við Björk í síma 848 9215.
Nefndin óskar eftir fólki sem er tilbúið að bjóða heim í súpu í hádeginu á laugardeginum. Þeir sem eru til í slíkt hafi samband við Ástu Sjöfn í síma 849 8531 eða Björk í síma 848 9215.
Framkvæmdastjóri Reykhóladagsins 2010 er Björk Stefánsdóttir. Henni til aðstoðar eru fulltrúar úr Lionsklúbbnum (Áslaug Guttormsdóttir), Ungmennafélaginu Aftureldingu (Herdís Erna Matthíasdóttir), Leikfélaginu Skruggu (Andrea Björnsdóttir) og Kvenfélaginu Kötlu (Erla Þórdís Reynisdóttir). Eins og allir framkvæmdastjórar sem eitthvað kveður að hefur Björk einkaritara en það er Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir.
Þess má geta að Reykhóladagurinn er kominn á Facebook: Reykhóladagurinn 2010.
María Játvarðardóttir, fstudagur 16 jl kl: 17:38
Líst vel á þetta og sérstaklega að hafa lengri dagskrá en bara einn dag. Bjóða heim í súpu er sniðugt. Þú átt alveg eftir að massa þetta Björk með þessa flottu nefnd með þér, kveðja Maja