Tenglar

16. júlí 2010 |

Litagleði og „viðhengi“ á Reykhóladeginum 2010

Frá Reykhóladeginum 2009.
Frá Reykhóladeginum 2009.
Undirbúningsnefndin vegna Reykhóladagsins 2010 er komin á fullan skrið að undirbúa hátíðina. Sú breyting verður nú frá fyrri árum að sjálfur Reykhóladagurinn, sem verður laugardaginn 28. ágúst, verður með „viðhengi" bæði daginn áður og daginn eftir. Ákveðið hefur verið að hvetja fólkið í hreppnum til að skreyta hús sín þessa daga með ákveðnum litum líkt og þekkist frá t.d. Hólmavík og núna um daginn frá Bolungarvík. Sveitabyggðin í Reykhólahreppi fær rauða litinn, Reykjabraut öll og Hellisbraut austur að Grettiströð appelsínugulan lit og Hellisbraut frá Grettiströð að Hólakaupum fjólubláan. Nefndin hvetur jafnframt til þess að fólk hafi snyrtilegt í kringum sig.

 

Þeir sem vilja troða upp með einhverjum hætti á hátíðinni eða selja eitthvað á markaði hafi samband við Björk í síma 848 9215.

 

Nefndin óskar eftir fólki sem er tilbúið að bjóða heim í súpu í hádeginu á laugardeginum. Þeir sem eru til í slíkt hafi samband við Ástu Sjöfn í síma 849 8531 eða Björk í síma 848 9215.

 

Framkvæmdastjóri Reykhóladagsins 2010 er Björk Stefánsdóttir. Henni til aðstoðar eru fulltrúar úr Lionsklúbbnum (Áslaug Guttormsdóttir), Ungmennafélaginu Aftureldingu (Herdís Erna Matthíasdóttir), Leikfélaginu Skruggu (Andrea Björnsdóttir) og Kvenfélaginu Kötlu (Erla Þórdís Reynisdóttir). Eins og allir framkvæmdastjórar sem eitthvað kveður að hefur Björk einkaritara en það er Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir.

 

Þess má geta að Reykhóladagurinn er kominn á Facebook: Reykhóladagurinn 2010.

 

Athugasemdir

María Játvarðardóttir, fstudagur 16 jl kl: 17:38

Líst vel á þetta og sérstaklega að hafa lengri dagskrá en bara einn dag. Bjóða heim í súpu er sniðugt. Þú átt alveg eftir að massa þetta Björk með þessa flottu nefnd með þér, kveðja Maja

Reykhólabúi, laugardagur 17 jl kl: 11:06

Ein hugmynd: Væri vitlaust að nefndin fengi í heildsölu eitthvað af bolum í viðkomandi litum til að selja fólki í tilefni hátíðarinnar? Bolir í lit landsliðs Hollendinga myndu t.d. pluma sig vel í einu þessara tilvika ...

Ásta Sjöfn, laugardagur 17 jl kl: 21:42

Lýst vel á hugmyndina um að fá boli í heildsölu. Þetta er eitthvað sem við skoðum! Takk fyrir innleggið.

Svanhildur Sigurðardóttir, rijudagur 20 jl kl: 08:28

Smá innlegg varðandi bolina og fleira, væri ekki hægt að vera með fuglaþema á bolonum þar sem hér í sveit er ein mesta fuglaparadís á landinu, gangi ykkur vel kveðja Svana

Pálína Pálsdóttir, fimmtudagur 22 jl kl: 02:21

Þetta eru allt mjög skemmtilegar hugmyndir og sér í lagi bolirnir. Ég myndi líka gjarnan vilja sjá aftur bolina með áletruninni " Ég fíla Reykhóla" og fá þá í nokkrum litum,ekki bara í svörtu eins og ég sá þá fyrst, og líka með grunnu v hálsmáli ekki bara rúnnuðu. Ég vissi ekki að þeir hefðu verið til í fleiri litum fyrr en ég sá það á mynd. Vona svo að ég geti komið þetta árið :)

Gunni "Júlíusson", sunnudagur 25 jl kl: 11:59

Sniðugt líka að láta Hólakaup kaupa blöðrur í þessum fallegu litum sem fólk getur keypt hjá þeim og skreytt húsin sín :)

sigrun karls, fstudagur 06 gst kl: 21:42

Mig vantar fána með reykhólasveitarmerkinu verður hægt að fá þá á svæðinu ? Baráttukveðjur og ósk um gott gengi Dúna . 743

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31