Tenglar

13. apríl 2009 |

Litla flugan - upplýsingar óskast

Lítil fluga (mynd: Wikipedia).
Lítil fluga (mynd: Wikipedia).

Vinsælasta dægurlagið hérlendis fyrir hátt í sextíu árum - og heyrist iðulega í útvarpi enn í dag - er Litla flugan eftir tónskáldið Sigfús Halldórsson, sem jafnframt söng það og spilaði sjálfur undir á píanó. Lengi hefur gengið manna á meðal að hann hafi verið staddur á Reykhólum þegar hann samdi lagið. Höfundur textans er Sigurður Elíasson, sem þá var tilraunastjóri á rannsóknasetri landbúnaðar á Reykhólum. Hér með er óskað eftir nánari vitneskju um tilurð lagsins og annað sem því viðkemur, svo sem veru Sigfúsar á Reykhólum.

 

Hafið samband í netpósti eða í síma 892 2240.

 

 
Texti, skrifaður eftir (ótraustu) minni:

 

Lækur tifar létt um máða steina.

Lítil fjóla grær við skriðufót.

Bláskel liggur brotin milli hleina.

Í bænum hvílir íturvaxin snót.

 

Ef ég væri orðinn lítil fluga,

ég inn um gluggann þreytti flugið mitt,

og þó ég ei til annars mætti duga

ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30