Tenglar

7. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Litlu björgunarsveitirnar úti á landi ...

Jón Svanberg Hjartarson.
Jón Svanberg Hjartarson.
1 af 2

Sjálfboðaliðar eru í þann veginn að fara af stað um byggðir og bæi og selja Neyðarkall björgunarsveita. „Við hvetjum fólk til að taka vel á móti þeim,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann hefur frá ungum aldri verið félagi í Björgunarsveitinni Sæbjörg á Flateyri, í stjórn þar í mörg ár og m.a. sem formaður. „Þess vegna þekki ég vel hversu mikilvægar litlu björgunarsveitirnar úti á landi eru og hversu mikilvægar fjáraflanir, eins og til dæmis Neyðarkallinn, eru fyrir þessar sveitir,“ segir hann.

 

Jón Svanberg hefur meiri reynslu af björgunarstörfum af öllu tagi en sem björgunarsveitarmaður eingöngu, því að hann var í fimmtán ár í lögreglunni á Ísafirði og síðan lögreglunni á Vestfjörðum.

 

Vegna veðurútlitsins byrjar félagsfólk í Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi að líkindum ekki að fara um og bjóða Neyðarkallinn neitt að ráði fyrr en á sunnudag. Hins vegar er ætlunin að vera í þeim erindagerðum í héraðinu meira og minna alla næstu viku.

 

Neyðarkall björgunarsveita í ár er með línubyssu. Þetta er níunda árið sem farið er í slíka fjáröflun. Óhætt er að segja að almenningur hafi tekið björgunarsveitafólki afar vel og er þessi sala farin að skipta björgunarsveitir verulegu máli í fjármögnun starfsins. Neyðarkallinn kostar 2.000 krónur.

 

Jafnan eru margir sem vilja styðja Slysavarnafélagið Landsbjörg og einstakar björgunarsveitir með fjárframlögum, Hér eru reikningsupplýsingar fyrir þá sem vilja leggja inn á reikning Heimamanna í Reykhólahreppi:

 

Kennitala:

4307810149

Bnr. - Hb. - Reikn.:

0153 - 26 - 000781

 

Björgunarsveitin Heimamenn er eins og aðrar björgunarsveitir um land allt innan vébanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frjálsra félagasamtaka með það markmið að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í félaginu eru þúsundir sjálfboðaliða í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum, alltaf til taks er út af bregður á sjó eða landi, á nóttu sem degi, árið um kring.

 

Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi

Slysavarnafélagið Landsbjörg

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31