19. desember 2014 |
Litlu jólin í Reykhólaskóla
Umsjónarmaður þessa vefjar tekur sér það bessaleyfi að birta hér þessa mynd af Facebook-síðu Herdísar Ernu Matthíasdóttur á Reykhólum án þess að biðja um leyfi. Myndin var tekin í borðsal Reykhólaskóla í morgun þegar litlu jólin í skólanum voru haldin.
Byrjað var á stofujólum þar krakkarnir skiptust á pökkum og mauluðu piparkökur í boði foreldrafélagsins. Síðan var jólaball fyrir bæði leikskóladeild og grunnskóladeild í íþróttahúsi skólans. Að því loknu var farið í borðsalinn og sest að snæðingi, þar sem hangikjöt og tilheyrandi var á borðum.
Herdísi er málið næsta skylt, því að hún er bæði starfsmaður skólans og foreldri barna í skólanum.