Tenglar

28. ágúst 2010 |

Litskrúðugir Reykhóladagar

Aðaldagur Reykhóladaganna er í dag og þéttskipuð dagskrá frá því fyrir hádegi og fram á rauðanótt. Mjög mikið er um skreytingar í einkennislitum einstakra svæða eins og núna var ákveðið að efna til. Sveitabyggðin í Reykhólahreppi fékk rauða litinn, Reykjabraut öll og Hellisbraut austur að Grettiströð appelsínugulan lit og Hellisbraut frá Grettiströð að Hólakaupum fjólubláan. Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær á neðri hluta Hellisbrautar þar sem einkennisliturinn er appelsínugulur. Að vísu er ekki í öllum tilvikum beinlínis um skreytingar í tilefni hátíðarinnar að ræða. Jón Kjartansson var að slá á sláttuvél í réttum lit - hann skildi vélina síðan eftir við næsta hús fram yfir helgi og þar eru komnar á hana appelsínugular blöðrur. Guðmundur Ólafsson á Litlu-Grund átti leið um Hellisbrautina íklæddur sínum appelsínugula einkennisbúningi Orkubús Vestfjarða. Líklega hefur hann haft fataskipti og farið í fjólublátt þegar hann kom austur fyrir Grettiströð.


Smellið á myndirnar til að stækka þær.
 

Sjá einnig:

Mjög fjölbreytt dagskrá á Reykhóladögum 2010

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31