Tenglar

6. mars 2016 |

Ljáblað frá dögum ensku ljáanna hans Torfa

1 af 3

Á dögunum barst Landbúnaðarsafni Íslands undarlegur hlutur í pósti, vel frá genginn og vandlega merktur. „Við opnun kom í ljós að um var að ræða sendingu frá austfirskum heiðursmanni sem oft hefur lagt okkur lið. Nú sendi hann ónotað léni, en það er ljáblað frá dögum ensku ljáanna á Íslandi, þeirra er Torfi í Ólafsdal kynnti Íslendingum,“ segir Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri á vef safnsins.

 

Frá ensku ljáunum hans Torfa eins og svo mörgu öðru greinir í bókinni Íslenskir sláttuhættir.

 

Ljáblaðið er ellefu gata, óslitið með öllu. Á neðri hlið þess að „fílsmerkið“ sem margir nefndu svo, sem merkir að blaðið kom frá fyrirtækinu W. Tyzack Sons & Turner í hnífaborginni frægu Sheffield á Englandi, eins og á því stendur.

 

Meira hér á vef Landbúnaðarsafnsins

 

María Játvarðardóttir: Torfi og Guðlaug, Játvarður og Rósa

 

Ólafsdalur við Gilsfjörð - Ólafsdalsfélagið

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31