Tenglar

17. janúar 2019 | Sveinn Ragnarsson

Ljóð Böddu á Hofsstöðum

1 af 2

Á dögunum kom út bók með ljóðum Bjargeyjar Arnórsdóttur frá Hofsstöðum. Bókin ber heitið Birtan er á bak við Fjöllin.

Í bókinni er úrval vísna og kvæða frá ýmsum tímum, alvarlegra og alvörulausra, og eitthvað þar á milli. Badda var búin að safna saman efninu sem er í þessari bók og vann ásamt góðum félögum sínum í Kvæðamannafélaginu Iðunni að undirbúningi útgáfu þess, þegar hún féll frá árið 2010.

Badda hafði húmor fyrir hlutunum og hafði yfirleitt nógan tíma til flestra hluta, en sennilega hefði henni þótt nóg um rólegheit afkomendanna við að klára að koma þessari bók út.

 

Heiti bókarinnar er úr erindi í bókinni sem heitir Vaðalfjöll um vornótt:

 

Birtan er á bak við Fjöllin,

blundar allt um næturstund.

Konungleg er klettahöllin,

kyrrðin vefur mel og grund.

 

Áður eru komnar út 3 bækur eftir Böddu; Vestfjarðavísur, Brugðið á leik og Sláturvinnuvísur.

 

Upplýsingar um hvar bókin er fáanleg og hvernig er best að nálgast hana verða bráðlega á fésbókarsíðu sem heitir Ljóð Bjargeyjar Arnórsdóttur.

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31