Tenglar

3. febrúar 2015 |

Ljóðakvöld í Barmahlíð

Ljóðakvöld ætlað öllum eldri borgurum í Reykhólahreppi sem áhuga hafa verður í Barmahlíð á Reykhólum núna á fimmtudagskvöld, 5. febrúar, og hefst kl. 19.30. Skilgreiningin á því hverjir teljast eldri borgarar er bæði óljós og breytileg og verður varla farið að rekast í aldri gesta við þetta tækifæri. Þess má geta, að Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi er opið fólki 60 ára og eldra og líka mökum þó að þeir séu yngri en sextugir.

 

Myndina af Barmahlíð (hlíðinni minni fríðu, ekki dvalarheimilinu) sem hér fylgir tók Árni Geirsson. Vísuna vel þekktu orti Reykhóladrengurinn Jón Thoroddsen, þá tólf eða þrettán ára gamall.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31