Tenglar

22. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Ljóðasamkeppni meðal vestfirskra grunnskólanema

Í tengslum við Bókahátíðina á Flateyri, sem haldin verður 20.-22. mars, hafa hátíðarhaldarar ákveðið að blása til ljóðasamkeppni meðal grunnskólanema á Vestfjörðum. Ekkert ákveðið þema er í keppninni og mega því hin ungu vestfirsku skáld yrkja um hvað sem andinn blæs þeim í brjóst. Dómnefnd mun svo velja þrjú bestu ljóðin sem send verða inn og fá höfundar þeirra afhent vegleg verðlaun í Fiskiveislu ArcticFish á Bókahátíðinni. Þá er einnig stefnt að því að gefa út litla ljóðabók með völdum ljóðum úr samkeppninni ef þátttaka verður góð.

 

„Til að þessi ljóðasamkeppni lukkist sem best vonumst við að fá fjölda góðra ljóða. Hver og einn nemandi má senda inn eins mörg ljóð og hann lystir. Hvetjum við því foreldra, afa og ömmu, systkini og kennara til að fá ung og efnileg skáld til að senda inn ljóðin sín,“ segir á vef Bókahátíðarinnar. Ljóðin þarf að senda á netfangið vestur@vestur.is fyrir 14. mars. Mikilvægt er að merkja ljóðin með fullu nafni og í hvaða bekk og skóla skáldið er.

 

Bókahátíðin á Flateyri

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29