Séð yfir hluta Reykhólaþorps. © Artur K.
Þessi mynd er tekin niðri í Karlsey. Reykhólar uppljómaðir, stjörnumergð á himni og norðurljósin speglast í sjónum. © Artur K.
Frá Reykhólahöfn. © Artur K.
Reykhólakirkja er jafnan bleiklýst í októbermánuði en núna er hún rauðlýst. © Artur K.
Artur Kowalczyk á Reykhólum var á stjái með myndavélina í fyrrakvöld í hreinu og stilltu fremur köldu veðri með stjörnubjörtum himni og bragandi norðurljósum. Hér birtast með góðfúslegu leyfi nokkrar af myndunum sem hann tók.
Margrét og Örn, sunnudagur 13 desember kl: 19:20
Flottar myndir.