Tenglar

22. júní 2017 | Sveinn Ragnarsson

Ljósleiðaralögnin hafin

Plægt milli Skerðingsstaða og Miðjaness
Plægt milli Skerðingsstaða og Miðjaness
1 af 2

Í gær hófst lagning ljósleiðarastrengs í Reykhólahreppi. Eftir töluvert mikla undirbúningsvinnu var byrjað á kafla 1, frá Miðhúsum og út að Árbæ.

 

Brynjólfur Smárason sér um jarðvinnuna, ásamt sínum mönnum, og hefur verkið farið vel af stað.

 

Óhætt er að segja að almenn tilhlökkun sé í sveitinni eftir að tengjast þessu nýja kerfi, og skemmtilegt að sveitarfélagið skuli ráðast í þetta mikla verkefni á 30 ára afmælinu, en það er að nokkru leyti tilviljun.

 

Á köflum verður strengjalögnin í samstarfi við Orkubú Vestfjarða, þar sem OV mun leggja háspennustrengi og afnema gamlar loftlínur, á Barmahlíð, fram í Þorskafirði og inn í Gilsfirði. 

Meira um þetta verkefni má lesa hér.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31